Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Icesave fyrir dómstóla!

Ástæðan er ótrúlega einföld og skýr ef staðan er sett fram í myndlíkingu:

Ímyndum okkur að við [útrásarvíkingar] fáum lánaða fullt af breskum og hollenskum peningum [innlagnir Breta/Hollendinga á icesavereikninga] að andvirði icesave-skuldapakkans en verðum svo gjaldþrota og getum ekki endurgreitt féð [innistæðutrygginasjóður sem staðsettur var á íslandi er tómur því íslenskt fjármálaeftirlit stóð ekki sína plikt].

Bresk og hollensk stjórnvöld ákveða þá að endurgreiða innistæðueigendum [Bretu/Hollendingar] og grípa þá til þess ráðs að hneppa okkur og landa okkar [útrásarvíkinga og Íslendinga] í skuldafangelsi [setja á landið hryðjuverkalög] í þeim tilgangi að fá endurgreitt eða semja um endurgreiðslur.

Innistæðueigendur [Bretar/Hollendingar] sleppa okkur svo úr skuldafangelsinu [aflétta hryðjuverkalögunum] og einbeita sér að því að semja við okkur um endurgreiðslur skuldanna [inneignanna].

Af því má draga margar ályktanir og sterklega þá að þeir eigi á einhvern hátt ekki rétt á endur greiðslu af okkar hálfu og beri sjálfur ábyrgð á tapinu [fjáramálaeftirlit Breta/Hollendinga stóð ekki heldur sína plikt].

Hver á þá að bera hið fjárhagslega tjón innistæðueigenda?

Er svarið: Við [útrásarvíkingar ] eða innistæðueigendurnir [Bretar/Hollendingar]?

Er svarið: Stjórnvöld sumra, eða allra landanna, því fjármálaeftirlit þeirra með bæði innistæðutrygginasjóðum og lánaferlinu var ekki fullnægjandi ?

Til að fá úr því skorið hver beri ábyrgðina og eða hvernig hún dreifist þarf þá ekki að leita til dómstóla?


Höfundur

Anna Lísa Baldursdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
Móðir, kona, meyja. Misjöfn og mislynd, margreynd og málgefin. Menntuð en ómenningarleg á stundum. Ekki endilega í þessari röð.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband