Icesave fyrir dómstóla!

Ástæðan er ótrúlega einföld og skýr ef staðan er sett fram í myndlíkingu:

Ímyndum okkur að við [útrásarvíkingar] fáum lánaða fullt af breskum og hollenskum peningum [innlagnir Breta/Hollendinga á icesavereikninga] að andvirði icesave-skuldapakkans en verðum svo gjaldþrota og getum ekki endurgreitt féð [innistæðutrygginasjóður sem staðsettur var á íslandi er tómur því íslenskt fjármálaeftirlit stóð ekki sína plikt].

Bresk og hollensk stjórnvöld ákveða þá að endurgreiða innistæðueigendum [Bretu/Hollendingar] og grípa þá til þess ráðs að hneppa okkur og landa okkar [útrásarvíkinga og Íslendinga] í skuldafangelsi [setja á landið hryðjuverkalög] í þeim tilgangi að fá endurgreitt eða semja um endurgreiðslur.

Innistæðueigendur [Bretar/Hollendingar] sleppa okkur svo úr skuldafangelsinu [aflétta hryðjuverkalögunum] og einbeita sér að því að semja við okkur um endurgreiðslur skuldanna [inneignanna].

Af því má draga margar ályktanir og sterklega þá að þeir eigi á einhvern hátt ekki rétt á endur greiðslu af okkar hálfu og beri sjálfur ábyrgð á tapinu [fjáramálaeftirlit Breta/Hollendinga stóð ekki heldur sína plikt].

Hver á þá að bera hið fjárhagslega tjón innistæðueigenda?

Er svarið: Við [útrásarvíkingar ] eða innistæðueigendurnir [Bretar/Hollendingar]?

Er svarið: Stjórnvöld sumra, eða allra landanna, því fjármálaeftirlit þeirra með bæði innistæðutrygginasjóðum og lánaferlinu var ekki fullnægjandi ?

Til að fá úr því skorið hver beri ábyrgðina og eða hvernig hún dreifist þarf þá ekki að leita til dómstóla?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Er ekki verið að leita til dómstóla?

Eyjólfur G Svavarsson, 26.2.2012 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Lísa Baldursdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
Móðir, kona, meyja. Misjöfn og mislynd, margreynd og málgefin. Menntuð en ómenningarleg á stundum. Ekki endilega í þessari röð.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband