Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Frjáls manneskja er ALLTAF þátttakandi í kynmökum og aðdraganda þeirra!

"Dóm­ur­inn...tel­ur hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa að maður­inn hafi gerst sek­ur um að nauðga ungu stúlk­unni. Enda hafi ekk­ert komið fram í mál­inu sem gat gefið ákærða til­efni til að ætla að brotaþoli væri samþykk kyn­mök­um við hann."  

Þetta finnst þetta merkilega orðað og velti fyrir mér hvað þarna er verið að gefa í skyn. Ef barn/stúlka/kona/drengur/karlmaður aðhefst ekkert, frýs og þegir (berst ekki um og öskrar ekki) þegar karlmaður/kvenmaður þuklar á þeim eða otar kynfærum sínum að þeim er þá verið að gefa til kynna að viðkomandi sé samþykkur kynmökum að mati dómsins?

Telur fólk almennt eðlilegt að önnur manneskjan, hér stelpan, liggi hreyfingarlaus í aðdraganda kynmaka og á meðan á þeim stendur?

Ef manneskja aðhefst ekkert - frýs (fight or flight response)- á meðan kvenmaður/karlmaður gerir sig líklegan til kynmaka og hefur við þær kynmök þá kærir viðkomandi sig augljóslega ekki um að vera þátttakandi í verknaðnum sem er þá orðinn andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi: Sá sem kemur fram vilja sínum í svona aðstæðum er að svipta hinn aðilann frelsinu og er því orðinn nauðgari.

Ég frábið mér útúrsnúninga umræðu um að slík hegðun geti átt við hjá pörum sem ákveða í sameiningu að leika sér í rúminu. Slíkt er sameiginleg ákvörðun frjálsra aðila og gefur á engan hátt til kynna að annað hvor aðilinn vilji nokkru sinni vera í þeim sporum með einhverjum öðrum.

Þetta er ekkert flókið; Enginn vill láta nauðga sér og ef manneskja vill kynmök tekur hún virkan þátt í þeim - er það ekki?


mbl.is Ekki martröð heldur raunveruleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jól, börn og sól

"Að föndra, syngja jólalög og dansa í kringum jólatré hefur ekkert með trú að gera...jólin eru alls ekki kristin hátíði" segir Íris nokkur Edda. Þetta er ekki alls kostar rétt því "jól" eru kristin hátíð sem var á sínum tíma dagsett viljandi samdægurs heiðinna manna sólstöðuhátíð til að auðvelda/einfalda/(?blekkja) siðskiptingum siðaskiptin.

Í dag má kannski hártoga þýðingu jólanna en rétt er samt rétt í grunninn!

Það er hlutverk menntastofnana að mennta fólk (börn eru líka fólk).Þess vegna segi ég: Föndrum í verknámsgreinum, syngjum í tónlistartímum og dönsum í íþróttatímum, heimsækjum söfn trúfélaga líkt og önnur söfn í beinu samhengi við námsefnið s.s. samfélagsfræði og trúarbragðafræði og reynum að nota skólana sem þá stofnun sem þeim er ætlað að vera: Stofnun með kennurum (sem eru líka fólk) sem MENNTA börnin okkar.

Skólar eiga hvorki að vera afþreyingarheimili né áningarstaður fyrir börn og enn síður ásteitingssteinn fyrir ólík trúarbrögð og hlutverk kennara er barasta alls ekki að vera boxpoki fyrir frústreraða foreldra.

Ég er í kirkjukór en finnst trúarjátningin barn síns tíma. Þess tíma sem fáfræði var ríkjandi og kirkjusókn fólks var notuð til að verðleggja það í augum guðs. Þá var guðsóttinn hrís líkt og enn er í íslamstrú. Allt gott gerist sennilega bara frekar hægt.

Það er erfitt fyrir óþolinmóða einstaklinga og samfélög að bíða eftir því að aðrir einstaklingar og önnur samfélög átti sig á nýjasta sannleikanum í trúmálum. Við höfum þó alltaf það val að reyna að sýna umburðarlyndi eða ekki. Hvað velur þú?


Myrt til að nauðga til að útrýma. Ísrael - Palestína.

Að hóta er ekki það sama og gera EN ef hótun er ekki fylgt eftir hættir fólk að taka mark á henni. Þar af leiðandi er þetta engin lausn sem Mordechai Kedar dregur fram sem staðreynd; eða hvers konar lausn er það á stríði milli 2ja þjóða ef konu annarrar þjóðarinnar er nauðgað af karli hinnar ? Það liggur í hlutarins eðli að það byði upp á hefndaraðgerðir => stríðinu lyki ekki fyrr en önnur þjóðin lægi í valnum.

Í því ljósi má ætla að LÍKLEGT sé að orð Kedars gefi hermönnum og ísraelskum borgurum réttlætingu til að nauðga konum því þannig "ná þeir markmiðum Ísraels" svo vitnað sé til orða forseta, forsætisráðherra Ísraels og annarra talsmanna Ísraela. Markmið þeirra eru ansi hreint skýr:

Stöðva árásir Hamasliða (lesist; útrýma Palestínumönnum) halda þeim í herkvínni og koma í veg fyrir að þeir geti sótt vopn (lesist; vistir, lyf o.fl. lífsnauðsynlegt sem komast þarf landleiðina) og endurheimta Ísrael fyrir Ísraela (lesist; hernema Gaza).Allt í nafni trúar hinnar útvöldu þjóðar á guðinn sem valdi þá til að yrkja þetta guðs útvalda land!

Heimildir:

 

http://www.dv.is/frettir/2014/7/24/israelskur-fraedimadur-segir-naudganir-einu-leidina-til-ad-stodva-hrydjuverkamenn/

http://www.mbl.is/frettir/search/?qs=%C3%ADsrael+Palest%C3%ADna&period=0&category=&sort=1&submit=Leita 

 

Biblían, gamla testamentið, hin heilaga bók kristinna.

Torah, hin heilaga bók gyðinga.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Gefðu mér gott í skóinn góði jólasveinn í nótt

Sumum foreldrum finnst að sýna eigi þeim umburðarlyndi sem eiga nóga peninga til að kenna börnunum sínum í gegnum jólasveininn að mismunun sé náttúrulögmál sem ber að hygla.

Öðrum foreldrum finnst að skólarnir eigi að hafa áhrif á foreldra í þessum efnum. Skógjafir berast, eðlilega, í tal í skólunum og valda sumar vanlíðan barna sem upplifa vanmátt sinn í gegnum "hallærislega" jólasveina í samanburði við "ógeðslega flotta". Nema það sé híað á þessa fáu (vonandi að þeir séu fáir) sem fá óskynsamlega dýrar skógjafir? Hvort tveggja veldur vanlíðan og valdabaráttu!

Ég vil trúa því að allir foreldrar vilji eiga hamingjusöm börn.

Af hverju (fjársterkir) foreldrar virðast margir telja að áhrifamesta breytan í hamingjujöfnu barna sinna snúist um að gefa þeim dýra hluti skil ég ekki. Kannski bara misvitrir einstaklingar þar á ferð.

Af hverju virðast þá efnaminni foreldrar trúa því að ein áhrifamesta breytan í hamingjujöfnu eigin barna snúist um dýru hlutina annarra manna barna? Það skil ég ekki heldur.

Ég hef samt á tilfinningunni að ef við gerðum siðferðismálum hærra undir höfði, sem víðast, í samfélaginu þá myndi fólk síður missa sig í að gefa fáránlega dýra hluti í skóinn. Það eru rök sem ég skil. 

Annars er þessi skógjafaumræða fremur lítilvæg í samanburði við svo margt annað. Mig langar að stinga upp á þvi að þeir sem finna ekkert fyrir því að gefa gallabuxur, ipod eða snjóbretti í skóinn gefi heldur eitthvað fyrir þúsundkall og mismuninn í góðgerðastarfsemi. Það kennir börnunum hvernig skipta skal kökunni og njóta hennar um leið!


Höfundur

Anna Lísa Baldursdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
Móðir, kona, meyja. Misjöfn og mislynd, margreynd og málgefin. Menntuð en ómenningarleg á stundum. Ekki endilega í þessari röð.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband