Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011

Það er stundum alveg ótrúlegt hvað fær athygli fjölmiðla

Að minnsta kosti alveg einn heill læknir "véfengir kosti vatnsþambsins". Ýmsir læknar véfengja hitt og þetta þar á meðal að bólusetningar séu af hinu góða. Það er gott að lesa flesta fjölmiðla með MJÖG gagnrýnum hug og leyfa sér ekki að draga ályktanir af illa grunduðu fréttaefni.

Ég veit ekkert um það hvort vatnsdrykkja eykur einbeitingu en vísindaleg rök eru til fyrir því að vatnsdrykkja sé beinn áhrifavaldur á starfsemi nýrna og hafi þar af leiðandi áhrif á útskilnað baktería og úrgangsefna. Þannig eru t.d. auknar líkur á að bakteríur sem valda þvagfærasýkingum (blöðrubólgu) nái að fjölga sér nægilega til að valda einkennum drekki fólk of lítið af vatni eða öðrum koffeinfríum vökva.

Þar sem úrgangsefni og bakteríur sem ekki skiljast út um nýrun fara aftur út í blóðrásina er hægt að leiða að því líkur að þau geti allt eins haft neikvæð áhrif á húðina eins og önnur líffæri.

Er ekki bara allt gott í hófi?


Höfundur

Anna Lísa Baldursdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
Móðir, kona, meyja. Misjöfn og mislynd, margreynd og málgefin. Menntuð en ómenningarleg á stundum. Ekki endilega í þessari röð.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband