Færsluflokkur: Heimspeki

Að eiga gott skilið

Öll eigum við það sammerkt að óska þess að eiga allt gott skilið, eða í það minnsta svolítið betra.

Það er mín sannfæring að allt sem þarf til þess að trúa því að við eigum allt gott skilið er að stefna ávallt að því að verða besta útgáfan af sjálfum sér og betri í dag en í gær.

Sönn iðrun getur með þessari áherslu orðið mannbætandi svo fremi sem egóið nær ekki yfirhöndinni og rífur sjálfið niður af hroka þess sem heldur að hann sé eða þurfi að vera betri en hinir.

Auðmýkt er að sama skapi líklegri til að auka hamingju okkar heldur en smásálarlegir sigrar og lykillinn að vellíðan er bjartsýnt þakklæti. 

 

Ég vil tileinka mér merkingu eftirfarandi orðtaks og sendi út í alheim;

Ást & Frið


Gefðu mér gott í skóinn góði jólasveinn í nótt

Sumum foreldrum finnst að sýna eigi þeim umburðarlyndi sem eiga nóga peninga til að kenna börnunum sínum í gegnum jólasveininn að mismunun sé náttúrulögmál sem ber að hygla.

Öðrum foreldrum finnst að skólarnir eigi að hafa áhrif á foreldra í þessum efnum. Skógjafir berast, eðlilega, í tal í skólunum og valda sumar vanlíðan barna sem upplifa vanmátt sinn í gegnum "hallærislega" jólasveina í samanburði við "ógeðslega flotta". Nema það sé híað á þessa fáu (vonandi að þeir séu fáir) sem fá óskynsamlega dýrar skógjafir? Hvort tveggja veldur vanlíðan og valdabaráttu!

Ég vil trúa því að allir foreldrar vilji eiga hamingjusöm börn.

Af hverju (fjársterkir) foreldrar virðast margir telja að áhrifamesta breytan í hamingjujöfnu barna sinna snúist um að gefa þeim dýra hluti skil ég ekki. Kannski bara misvitrir einstaklingar þar á ferð.

Af hverju virðast þá efnaminni foreldrar trúa því að ein áhrifamesta breytan í hamingjujöfnu eigin barna snúist um dýru hlutina annarra manna barna? Það skil ég ekki heldur.

Ég hef samt á tilfinningunni að ef við gerðum siðferðismálum hærra undir höfði, sem víðast, í samfélaginu þá myndi fólk síður missa sig í að gefa fáránlega dýra hluti í skóinn. Það eru rök sem ég skil. 

Annars er þessi skógjafaumræða fremur lítilvæg í samanburði við svo margt annað. Mig langar að stinga upp á þvi að þeir sem finna ekkert fyrir því að gefa gallabuxur, ipod eða snjóbretti í skóinn gefi heldur eitthvað fyrir þúsundkall og mismuninn í góðgerðastarfsemi. Það kennir börnunum hvernig skipta skal kökunni og njóta hennar um leið!


Höfundur

Anna Lísa Baldursdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
Móðir, kona, meyja. Misjöfn og mislynd, margreynd og málgefin. Menntuð en ómenningarleg á stundum. Ekki endilega í þessari röð.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband