Er verið að undirbúa jarðveginn fyrir einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar?

samsæriskenning dagsins.is

Það verður aldeilis til að styðja málstað einkavæðingar læknisþjónustu ef hinir gráðugu (ríkisstjórnarflokkarnir) henda í frumvarp (ef það bíður ekki bara á bríkinni) sem leyfir fólki að kaupa sig framfyrir biðlista ríkisstofnana með einkalæknisþjónustu. 

Því lengur sem sjúklingum er haldið í gíslingu aðgerðarleysis stjórnvalda þess meiri líkur eru á að "fjárfestar" "þurfi" að koma að samningaborðinu af hálfu hinna gráðugu. 

Það á að sekta landann ef hann pungar ekki út fyrir náttúrupassa en stenst svo ekki freistinguna ef hann finnur sig knúinn til að aka út fyrir bæinn sinn. Mér er því spurn hvað stöðvar hina gráðugu í að skella í eins og eina mismunun til viðbótar í heilbrigðiskerfinu?

Við erum gríðarlega mörg sem höfum fengið nóg af sögunni um að "allir hinir" muni heimta réttlát laun líka, ef gengið verður að launakröfum lækna. Ekki síst í ljósi þess að það virðast vera til óendanlega djúpar gullkistur fyrir undarleg forgangsmál á borð við sérhannaðar mubleringar í ráðuneytum, þegar verndaðan rass vantar margmilljóna bifreið eða fjölskyldur eru fluttar í sendiráð erlendis ásamt stuðningsfjölskyldum (ritarar og hjálparlið) - allur kostnaður greiddur!

Læknar eru ekki ofaldir af laununum sínum, frekar en aðrir heilbrigðisstarfsmenn svo sem, en þeir fara hins vegar að verða í útrýmingarhættu ef ríkisstjórnin gefur ekki eftir eitthvað af silfurskeiðunum sínum.

Kæra ríkisstjórn: Farðu nú að hætta þessari græðgi og vinna að málinu því til heilla en ekki hamfara. Eða vægið fyrir þeim sem vitið hafa meira og afhendið þeim verkið sem við það ráða. 


mbl.is „Sjúklingar deyja að óþörfu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Anna Lísa Baldursdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
Móðir, kona, meyja. Misjöfn og mislynd, margreynd og málgefin. Menntuð en ómenningarleg á stundum. Ekki endilega í þessari röð.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband