Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2016

Frjáls manneskja er ALLTAF þátttakandi í kynmökum og aðdraganda þeirra!

"Dóm­ur­inn...tel­ur hafið yfir skyn­sam­leg­an vafa að maður­inn hafi gerst sek­ur um að nauðga ungu stúlk­unni. Enda hafi ekk­ert komið fram í mál­inu sem gat gefið ákærða til­efni til að ætla að brotaþoli væri samþykk kyn­mök­um við hann."  

Þetta finnst þetta merkilega orðað og velti fyrir mér hvað þarna er verið að gefa í skyn. Ef barn/stúlka/kona/drengur/karlmaður aðhefst ekkert, frýs og þegir (berst ekki um og öskrar ekki) þegar karlmaður/kvenmaður þuklar á þeim eða otar kynfærum sínum að þeim er þá verið að gefa til kynna að viðkomandi sé samþykkur kynmökum að mati dómsins?

Telur fólk almennt eðlilegt að önnur manneskjan, hér stelpan, liggi hreyfingarlaus í aðdraganda kynmaka og á meðan á þeim stendur?

Ef manneskja aðhefst ekkert - frýs (fight or flight response)- á meðan kvenmaður/karlmaður gerir sig líklegan til kynmaka og hefur við þær kynmök þá kærir viðkomandi sig augljóslega ekki um að vera þátttakandi í verknaðnum sem er þá orðinn andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi: Sá sem kemur fram vilja sínum í svona aðstæðum er að svipta hinn aðilann frelsinu og er því orðinn nauðgari.

Ég frábið mér útúrsnúninga umræðu um að slík hegðun geti átt við hjá pörum sem ákveða í sameiningu að leika sér í rúminu. Slíkt er sameiginleg ákvörðun frjálsra aðila og gefur á engan hátt til kynna að annað hvor aðilinn vilji nokkru sinni vera í þeim sporum með einhverjum öðrum.

Þetta er ekkert flókið; Enginn vill láta nauðga sér og ef manneskja vill kynmök tekur hún virkan þátt í þeim - er það ekki?


mbl.is Ekki martröð heldur raunveruleiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Anna Lísa Baldursdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
Móðir, kona, meyja. Misjöfn og mislynd, margreynd og málgefin. Menntuð en ómenningarleg á stundum. Ekki endilega í þessari röð.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband