Bloggfærslur mánaðarins, desember 2014
16.12.2014 | 20:37
Jól, börn og sól
"Að föndra, syngja jólalög og dansa í kringum jólatré hefur ekkert með trú að gera...jólin eru alls ekki kristin hátíði" segir Íris nokkur Edda. Þetta er ekki alls kostar rétt því "jól" eru kristin hátíð sem var á sínum tíma dagsett viljandi samdægurs heiðinna manna sólstöðuhátíð til að auðvelda/einfalda/(?blekkja) siðskiptingum siðaskiptin.
Í dag má kannski hártoga þýðingu jólanna en rétt er samt rétt í grunninn!
Það er hlutverk menntastofnana að mennta fólk (börn eru líka fólk).Þess vegna segi ég: Föndrum í verknámsgreinum, syngjum í tónlistartímum og dönsum í íþróttatímum, heimsækjum söfn trúfélaga líkt og önnur söfn í beinu samhengi við námsefnið s.s. samfélagsfræði og trúarbragðafræði og reynum að nota skólana sem þá stofnun sem þeim er ætlað að vera: Stofnun með kennurum (sem eru líka fólk) sem MENNTA börnin okkar.
Skólar eiga hvorki að vera afþreyingarheimili né áningarstaður fyrir börn og enn síður ásteitingssteinn fyrir ólík trúarbrögð og hlutverk kennara er barasta alls ekki að vera boxpoki fyrir frústreraða foreldra.
Ég er í kirkjukór en finnst trúarjátningin barn síns tíma. Þess tíma sem fáfræði var ríkjandi og kirkjusókn fólks var notuð til að verðleggja það í augum guðs. Þá var guðsóttinn hrís líkt og enn er í íslamstrú. Allt gott gerist sennilega bara frekar hægt.
Það er erfitt fyrir óþolinmóða einstaklinga og samfélög að bíða eftir því að aðrir einstaklingar og önnur samfélög átti sig á nýjasta sannleikanum í trúmálum. Við höfum þó alltaf það val að reyna að sýna umburðarlyndi eða ekki. Hvað velur þú?
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
samsæriskenning dagsins.is
Það verður aldeilis til að styðja málstað einkavæðingar læknisþjónustu ef hinir gráðugu (ríkisstjórnarflokkarnir) henda í frumvarp (ef það bíður ekki bara á bríkinni) sem leyfir fólki að kaupa sig framfyrir biðlista ríkisstofnana með einkalæknisþjónustu.
Því lengur sem sjúklingum er haldið í gíslingu aðgerðarleysis stjórnvalda þess meiri líkur eru á að "fjárfestar" "þurfi" að koma að samningaborðinu af hálfu hinna gráðugu.
Það á að sekta landann ef hann pungar ekki út fyrir náttúrupassa en stenst svo ekki freistinguna ef hann finnur sig knúinn til að aka út fyrir bæinn sinn. Mér er því spurn hvað stöðvar hina gráðugu í að skella í eins og eina mismunun til viðbótar í heilbrigðiskerfinu?
Við erum gríðarlega mörg sem höfum fengið nóg af sögunni um að "allir hinir" muni heimta réttlát laun líka, ef gengið verður að launakröfum lækna. Ekki síst í ljósi þess að það virðast vera til óendanlega djúpar gullkistur fyrir undarleg forgangsmál á borð við sérhannaðar mubleringar í ráðuneytum, þegar verndaðan rass vantar margmilljóna bifreið eða fjölskyldur eru fluttar í sendiráð erlendis ásamt stuðningsfjölskyldum (ritarar og hjálparlið) - allur kostnaður greiddur!
Læknar eru ekki ofaldir af laununum sínum, frekar en aðrir heilbrigðisstarfsmenn svo sem, en þeir fara hins vegar að verða í útrýmingarhættu ef ríkisstjórnin gefur ekki eftir eitthvað af silfurskeiðunum sínum.
Kæra ríkisstjórn: Farðu nú að hætta þessari græðgi og vinna að málinu því til heilla en ekki hamfara. Eða vægið fyrir þeim sem vitið hafa meira og afhendið þeim verkið sem við það ráða.
Sjúklingar deyja að óþörfu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar