Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2014
14.11.2014 | 09:05
Negrasálmar í Akureyrarkirkju
Negrasöngvar og sálmar eru dýrmæt arfleifð sem færir okkur sársaukafullar sögur
úr lífi þrælsins en um leið von um að ánægjulegri tímar séu framundan.
Saga negrasöngva og sálma er órjúfanlega tengd þrælahaldi Ameríkana á fólki frá vesturströnd Afríku á 17. öld allt til 1865 er þrælahaldið var afnumið.
Einsöngur plantekruþræla um hörmuleg lífskilyrði urðu að vinnusöngvum fjöldans en þar sem þrælahaldar leyfðu hvorki dans né trommuslátt,eins og þessara fyrrum Afríkubúa var vani,neyddust þeir til að hittast á laun til að deila gleði sinni, sársauka og vonum.
Þrælahald var álitamál í augum kirkjunnar og því var þrælum leyft að sitja undir guðsþjónustum. Að tilbeiðslu lokinni nýttu þrælarnir tækifærið til að syngja saman og dansa.Undir lok 17. aldar urðu fyrstu trúarlegu negrasöngvarnir til,innblásnir af boðskap Jesú Krists og Biblíunnar.
Ófáir afrískir þrælar freistuðu þess að flýja þrældóminn og sungu um "heimili mitt" eða "fyrirheitna landið", sem var norðurbakki Ohio ár eða "Jordan", sem og um Underground Railroad neðanjarðarsamtökin sem hjálpuðu þeim að flýja helsið í frelsið.
Unnið upp úr: negrospirituals.com/history.htm
KÓR Akureyrarkirkju flytur negrasálma/negro spirituals í Akureyrarkirkju sunnudaginn 16. nóvember kl. 20.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar