Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Á ekki jafnt yfir alla hjúkrunarfræðinga landsins að ganga?

 Kæri landi, ég vil vekja athygli þína á eftirfarandi ójöfnuði:

 

Í samræmi við Yfirlýsingu um útfærslu á jafnlaunaátaki, dags. 13. febrúar 2013 sem velferðarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra undirrituðu, hvar segir m.a. að veita eigi tilteknu fjármagni til stofnanasamninga heilbrigðisstofnana, hófst átakið þegar stofnanasamningur hjúkrunarfræðinga á Landspítala (LSH) var endurskoðaður nú í vetur. Þar með hefur helmingur allra hjúkrunarfræðinga á landinu fengið viðurkenningu á launamisréttinu og hækkað í launum.

 

Nú ber svo við að ekki virðist eiga að fylgja átakinu eftir við endurskoðun stofnanasamninga hins helmings hjúkrunarfræðinga landsins en Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA), Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) [og nú síðast HSS - innskot höfundar] hafa ekki fengið vilyrði frá fjármála- og efnahagsráðherra um viðbótarfjármagn í endurskoðaða stofnanasamninga þeirra sem sumir eru annars tilbúnir til undirskriftar.

 

"Í viðræðum fulltrúa Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) við fjármála- og efnahagsráðherra í byrjun ársins var lögð áhersla á að FÍH myndi sækja sambærilegar kjarabætur og samið var um á LSH, fyrir hjúkrunarfræðinga starfandi á öðrum heilbrigðisstofnunum.Formaður FÍH hefur óskað eftir viðræðum við fjármála- og efnahagsráðherra vegna fjárveitinga til endurskoðunar stofnanasamninga hjúkrunarfræðinga á ofangreindum stofnunum."

 

 Það er bæði von mín og krafa að staðið verði við gefin loforð hið allra fyrsta því jafnlaunaátakið á ekki bara við á LSH heldur alls staðar á landinu!


Höfundur

Anna Lísa Baldursdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
Móðir, kona, meyja. Misjöfn og mislynd, margreynd og málgefin. Menntuð en ómenningarleg á stundum. Ekki endilega í þessari röð.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband