Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Slegið á hendur Geirs

Geir (hinn harði) gerir lítið úr dómurum sínum og ásakar þá um ósjálfstæði í hugsun og vinnubrögðum. Að mínu mati er það fyrir neðan virðingu fyrrverandi forsætisráðherra að tala svo niðrandi um æðsta dóm þjóðarinnar - þingi hverrar hann hafði forsæti yfir um hríð og átti að stjórna en gerði ekki að mati dómstólsins. 

Hvað segja þessi ummæli um Geir sjálfan? Augljóslega unnir hann fólki ekki sjálfstæði í skoðunum ef þær eru á skjön við hans. Hann er ekki tilbúin að láta segjast eða hann vill bara ekki láta skamma sig opinberlega?

Í huga mínum vaknar sú spurning hvort Geir tali af reynslu þegar hann ásakar dómara sína um að láta undan þrýstingi?

Til umhugsunar:

Staðreynd: Fáir fundir um yfirvofandi bankahrun í upphafi árs 2008.

Staðreynd: Bankahrun!

Staðreynd: Geir hefur verið fundinn sekur. Ég dæmi hann ekki - það sjá dómstólar um.

Spurning: Á ekki að kæra sökudólgana í ríkisstjórninni sem gerði allt sem hún gat til að blása bankakerfið út m.a. með því að hvetja til óráðsíu og lántöku langt umfram raunþörf og skynsemi, sjálfstæðisflokk?

Betri spurning: Er ekki kominn tími til að hætt að velta sér upp úr fortíðinni? Gert er gert og við getum aðeins lært af þessu - ekki breytt þessu - og komið í veg fyrir að þetta gerist á nýjan leik. Gefum fólki tækifæri - samt ekki ótakmarkað og alls ekki leyfa því að endurtaka leikinn!


Höfundur

Anna Lísa Baldursdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
Móðir, kona, meyja. Misjöfn og mislynd, margreynd og málgefin. Menntuð en ómenningarleg á stundum. Ekki endilega í þessari röð.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband