Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011
6.6.2011 | 23:31
Glæpur og glæpur
Já heimur versnandi fer. Það kemur nú ekki beinlínis á óvart að Rihanna varpi ábyrgðinni frá sér til foreldra í þessu samhengi.
Margir eru engan veginn tilbúnir til að bera ábyrgð á sjálfum sér, hvað þá öðrum. Um all nokkurt skeið hefur mér virst það siðferðisleg stefna (ameríkanseruð aðallega) að fólk verði að taka lögin í eigin hendur vilji það "að réttlætið" nái fram að ganga, með öðrum orðum það verði að hefna sín. Þannig hefur það lengi þótt í lagi að fremja glæp í vestrænu "menningarefni" svo fremi sem ekki kemst upp um glæpinn. Eins þykir sjálfsagt og svalt að hefna sín þannig að það þykir í besta lagi að drepa "vonda kallinn". Þetta er hættuleg þróun sem stefnir hægt og sígandi í nýja skálmöld; drepa fyrst og spyrja svo.
Það sem stakk mig í þessari umfjöllun er samt ekki ábyrgðarleysi Rihönnu. Nei. Það sem mér fannst athugavert við þessa umfjöllun er að kynferðisglæpurinn sem liggur að baki morðinu í texta Rihönnu fær enga athygli. Nauðgunin fær akkúrat núll umfjöllun. Hvorki virðist áhugi fyrir því að ræða óeðlið sem kynferðisglæpir eru né þá staðreynd að fæstum kynferðisbrotamönnum er refsað eða að brotaþolar búa flestir við svo mikinn andlegan miska að það er eiginlega ótrúlegt að þeir skuli ekki myrða ofbeldismenn sína oftar en raun ber vitni (næstum aldrei)!
Ég er rokkstjarna - ekki foreldri!" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2011 | 00:52
Lóðrétt hamingja ávísun á lárétta
Mér virðist stundum sem karlar horfi allt öðru vísi á heimilið en konur - að metnaður þeirra liggi frekar eða að miklu leiti í vinnunni. Þó er ég sannfærð um að flestir þeirra hafa metnað fyrir að eiga ánægðar eiginkonur en halda gjarna að sú hamingja sé eingöngu fengin á láréttunni...þeir verða svo innilega að fara að fatta að aukin lóðrétt heimilisverkaþátttaka þeirra eykur líkur á (láréttri) hamingjusamri eiginkonu og þar af leiðandi þeirra eigin hamingju. Þetta er ekki einasta mín skoðun heldur niðurstaða vísindalegra kannana á hegðun fólks í sambúð. Eða er ekki hin mesta hamingja að stuðla að hamingju annarra? Ég er sjaldan glaðari en þegar maðurinn minn er í skýjunum. Nota bene með mér en ekki bara fyrir mína tilstuðlan <3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2011 | 00:02
Eiginmenn í Malasíu - ekki eigin menn?
Hakan seig niður á bringu og höfuð mitt hóf að tina í heiðarlegri afneitun þegar ég las um að til eru konur sem virðast trúa því að hamingja maka þeirra sé fólgin í að þær hafi ofan af fyrir þeim.
Konur eru konum verstar, hugsaði ég og fannst mér renna blóðið til skyldunnar að taka upp hanskann fyrir kynsystur mínar í Malasíu sem mér finnst gróflega misboðið með jafn sorglegum vitnisburði og að þær vilji stofna klúbba til að temja hvor annarri að búa við hámarks niðurlægingu innan hjónabanda sinna.
Það gengur kraftaverki næst að körlum, í Malasíu, skuli hafa tekist að telja konum þar trú um að lífshamingja múslimskra kvenna sé fólgin í að fórna eigin skemmtanalífi til að geðjast maka sínum. Með því að vera undirgefnar og hlýðnar telja þær sig geta komið í veg fyrir framhjáhald, skilnaði og heimilisofbeldi. Ábyrgðin fyrir hamingju í hjónabandi er þeirra.
Þarna fóru að renna á mig tvær grímur. Ábyrgð kvennanna felst í að skemmta eiginmönnunum svo þeir leiti ekki annað og beiti þær ekki ofbeldi. Körlunum er sem sagt ekki treystandi til að sýna þann viljastyrk að standast freistingar sem gætu varpað skugga á hjónaband þeirra. Körlum í Malasíu er þannig augljóslega ekki treystandi til að bera ábyrgð á eigin hegðun og hamingju, hvað þá eiginkvenna sinna.
Hvort er nú meira niðrandi hlutskipti að vera kona eða karl í Malasíu?
Klúbbur fyrir hlýðnar konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar