4.6.2011 | 00:02
Eiginmenn í Malasíu - ekki eigin menn?
Hakan seig niður á bringu og höfuð mitt hóf að tina í heiðarlegri afneitun þegar ég las um að til eru konur sem virðast trúa því að hamingja maka þeirra sé fólgin í að þær hafi ofan af fyrir þeim.
Konur eru konum verstar, hugsaði ég og fannst mér renna blóðið til skyldunnar að taka upp hanskann fyrir kynsystur mínar í Malasíu sem mér finnst gróflega misboðið með jafn sorglegum vitnisburði og að þær vilji stofna klúbba til að temja hvor annarri að búa við hámarks niðurlægingu innan hjónabanda sinna.
Það gengur kraftaverki næst að körlum, í Malasíu, skuli hafa tekist að telja konum þar trú um að lífshamingja múslimskra kvenna sé fólgin í að fórna eigin skemmtanalífi til að geðjast maka sínum. Með því að vera undirgefnar og hlýðnar telja þær sig geta komið í veg fyrir framhjáhald, skilnaði og heimilisofbeldi. Ábyrgðin fyrir hamingju í hjónabandi er þeirra.
Þarna fóru að renna á mig tvær grímur. Ábyrgð kvennanna felst í að skemmta eiginmönnunum svo þeir leiti ekki annað og beiti þær ekki ofbeldi. Körlunum er sem sagt ekki treystandi til að sýna þann viljastyrk að standast freistingar sem gætu varpað skugga á hjónaband þeirra. Körlum í Malasíu er þannig augljóslega ekki treystandi til að bera ábyrgð á eigin hegðun og hamingju, hvað þá eiginkvenna sinna.
Hvort er nú meira niðrandi hlutskipti að vera kona eða karl í Malasíu?
Klúbbur fyrir hlýðnar konur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.