Fćrsluflokkur: Menntun og skóli

Jól, börn og sól

"Ađ föndra, syngja jólalög og dansa í kringum jólatré hefur ekkert međ trú ađ gera...jólin eru alls ekki kristin hátíđi" segir Íris nokkur Edda. Ţetta er ekki alls kostar rétt ţví "jól" eru kristin hátíđ sem var á sínum tíma dagsett viljandi samdćgurs heiđinna manna sólstöđuhátíđ til ađ auđvelda/einfalda/(?blekkja) siđskiptingum siđaskiptin.

Í dag má kannski hártoga ţýđingu jólanna en rétt er samt rétt í grunninn!

Ţađ er hlutverk menntastofnana ađ mennta fólk (börn eru líka fólk).Ţess vegna segi ég: Föndrum í verknámsgreinum, syngjum í tónlistartímum og dönsum í íţróttatímum, heimsćkjum söfn trúfélaga líkt og önnur söfn í beinu samhengi viđ námsefniđ s.s. samfélagsfrćđi og trúarbragđafrćđi og reynum ađ nota skólana sem ţá stofnun sem ţeim er ćtlađ ađ vera: Stofnun međ kennurum (sem eru líka fólk) sem MENNTA börnin okkar.

Skólar eiga hvorki ađ vera afţreyingarheimili né áningarstađur fyrir börn og enn síđur ásteitingssteinn fyrir ólík trúarbrögđ og hlutverk kennara er barasta alls ekki ađ vera boxpoki fyrir frústrerađa foreldra.

Ég er í kirkjukór en finnst trúarjátningin barn síns tíma. Ţess tíma sem fáfrćđi var ríkjandi og kirkjusókn fólks var notuđ til ađ verđleggja ţađ í augum guđs. Ţá var guđsóttinn hrís líkt og enn er í íslamstrú. Allt gott gerist sennilega bara frekar hćgt.

Ţađ er erfitt fyrir óţolinmóđa einstaklinga og samfélög ađ bíđa eftir ţví ađ ađrir einstaklingar og önnur samfélög átti sig á nýjasta sannleikanum í trúmálum. Viđ höfum ţó alltaf ţađ val ađ reyna ađ sýna umburđarlyndi eđa ekki. Hvađ velur ţú?


Gefđu mér gott í skóinn góđi jólasveinn í nótt

Sumum foreldrum finnst ađ sýna eigi ţeim umburđarlyndi sem eiga nóga peninga til ađ kenna börnunum sínum í gegnum jólasveininn ađ mismunun sé náttúrulögmál sem ber ađ hygla.

Öđrum foreldrum finnst ađ skólarnir eigi ađ hafa áhrif á foreldra í ţessum efnum. Skógjafir berast, eđlilega, í tal í skólunum og valda sumar vanlíđan barna sem upplifa vanmátt sinn í gegnum "hallćrislega" jólasveina í samanburđi viđ "ógeđslega flotta". Nema ţađ sé híađ á ţessa fáu (vonandi ađ ţeir séu fáir) sem fá óskynsamlega dýrar skógjafir? Hvort tveggja veldur vanlíđan og valdabaráttu!

Ég vil trúa ţví ađ allir foreldrar vilji eiga hamingjusöm börn.

Af hverju (fjársterkir) foreldrar virđast margir telja ađ áhrifamesta breytan í hamingjujöfnu barna sinna snúist um ađ gefa ţeim dýra hluti skil ég ekki. Kannski bara misvitrir einstaklingar ţar á ferđ.

Af hverju virđast ţá efnaminni foreldrar trúa ţví ađ ein áhrifamesta breytan í hamingjujöfnu eigin barna snúist um dýru hlutina annarra manna barna? Ţađ skil ég ekki heldur.

Ég hef samt á tilfinningunni ađ ef viđ gerđum siđferđismálum hćrra undir höfđi, sem víđast, í samfélaginu ţá myndi fólk síđur missa sig í ađ gefa fáránlega dýra hluti í skóinn. Ţađ eru rök sem ég skil. 

Annars er ţessi skógjafaumrćđa fremur lítilvćg í samanburđi viđ svo margt annađ. Mig langar ađ stinga upp á ţvi ađ ţeir sem finna ekkert fyrir ţví ađ gefa gallabuxur, ipod eđa snjóbretti í skóinn gefi heldur eitthvađ fyrir ţúsundkall og mismuninn í góđgerđastarfsemi. Ţađ kennir börnunum hvernig skipta skal kökunni og njóta hennar um leiđ!


Höfundur

Anna Lísa Baldursdóttir
Anna Lísa Baldursdóttir
Móđir, kona, meyja. Misjöfn og mislynd, margreynd og málgefin. Menntuđ en ómenningarleg á stundum. Ekki endilega í ţessari röđ.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband